Dollý hefur talað – spáin fyrir 2025 er komin

Dollý er farin heim og hefur talað. Það var engin vitleysa frekar en fyrri daginn. Hún segir m.a.:

Það er hins vegar þyngri ára yfir honum Bjarna Benediktssyni, ég sagði þér í fyrr að hann myndi segja af sér á árinu 2024 (sem hann gerði svo sem að einhverju marki þó það hafi ekki verið sem formaður heldur sem forsætisráðherra) en árið 2025 verður klárlega endastöðin hans. Og stundin sú verður í febrúar. Í hans stað mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir taka við og hún er svo heppin að vera í stjórnarandstöðu þannig að hún mun fá meira frelsi (er það ekki það sem íhaldið vill – frelsi?) til að móta stefnu flokksins í hinum ýmsu málum sem hafa verið ansi íhaldssöm til þessa. Ég nefni til dæmis ást þeirra á því að styðja við stórfyrirtæki eins og Hval hf. Það verður sögulegur viðskilnaður þar!

Lestu alla spána fyrir árinu 2025.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu