Forsetakleinur
Þessa uppskrift rakst ég á á netinu. Ég hef ekki sjálf bakað þessar kleinur en mér leist frekar vel á uppskriftina. Læt hana því flakka.
1 kg. hveiti
250 gr sykur (já það þýðir ekkert að kvarta yfir magninu, svona er lífið:) )
100 gr. smjör
2 egg
8-10 tsk lyftiduft (ekki innsláttarvilla, það þarf að fá almennilegt búst í þessar elskur)
1 1/2 tsk hjartarsalt
2 tsk kardimommudropar
1 tsk sítrónudropar
2,5 dl súrmjólk
2,5 dl mjólk
Öllu hrært saman og steikt í Palmín feiti. Það léttist enginn þann daginn en ánægjan við góðar kleinur og frábært dagsverk er miklu mikilvægara en einhverjar bölv…..hitaeiningar.