Þorrablót
Þó ég sé mikilll matgæðingur þá hef ég aldrei verið sérlega hrifin af þorramat, þ.e.a.s. súrmeti. Mér finnst það beinlínis vont. En ég hef gaman að mannamótum og tek því þorranum og þeim blótum sem honum fylgja fagnandi.
Nk. laugardag, 18. febrúar, verður þorrablót niðja Lárusar Kirstins Hinrikssonar og Guðnýjar Sigríðar Hjálmarsdóttur föðurforeldra minna. Við hittumst síðast frændsystkinin í jarðarför elstu dóttur þeirra, Valgerðar Lárusdóttur, sem var fyrst systkinanna til að kveðja þennan heim. Af því tilefni sammæltumst við um að hittast við gleðilegra tilefni næst og úr varð þorrablótið á laugardag.
Við verðum ríflega 50 talsins niðjarnir og makar þeirra en við ákváðum að hafa aldurstakmark við ökuskírteini svona til þess að hneyksla ekki yngsta hópinn. Ég held að það hafi verið góð ráðstöfun.
Hvað um það ég hlakka mikið til hittingsins og vona að ég geti fært ykkur góð tíðindi frá þorrablótinu eftir helgina!