Nýr bragháttur u

Í vísnaþætti Morgunblaðsins í janúar 2015 var eitt sinn nýr bragháttur sem er þannig að línurnar eru 7 og síðasta línan endar alltaf á u. Þarna voru nokkrar ansi skemmtilegar vísur og eftir hvatningu frá Gunnlaugi vinnufélaga mínum lagði ég á djúpið og hér á eftir fer útkoman.

Traustir vinir vekja hjá mér yl
verma og hjarta þeirr’er skíra gull
Þeir fylgja mér í sól og fellibyl
fæða mig og klæð’í hreina ull
Þá lofa ég og lofgjörð mína þyl
en lasta eigi nem’ef ég er á full-
u

Þessa fyrstu lagaði Gulli aðeins til fyrir mig en þá lagði ég á miðin á ný og ég er ekki frá því að mér hafi tekist ákaflega vel til.

Margs er minnst á lífsins gönguleið
ef langar þig að heyr’um mína kvöl.
Einu sinni yfir fjall ég skreið
svalt, en át þó bæði ber og söl.
Á leiðarenda blasti gatan greið
og gladdi mig þá mest að hafa Völ
u

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu