Kreppuljóð

Andinn eflist stundum í mótlæti. Það gerðist í október 2008.

Þann auðinn ég á
sem enginn mun fá
án þess við deildum því saman.
Í tíma og rúmi
í birtu og húmi
æ manstu hvað þá var allt gaman.

Víst er það vont, að vafra um stíg
sem vandfarinn er og flókinn.
En hvar sem ég drulla og hvar sem ég míg
er horfin mín öll bankabókin.

Þessar tvær hér að ofan komu að áeggjan Helgu Kristjánsdóttur, bloggvinkonu minnar og fornrar fótboltavinkonu.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu