Jón Skagamaður

Jón Gunnlaugsson, sem lengst manna átti sæti í stjórn KSÍ, var umfjöllunarefni í Morgunblaðinu í september 2014. Af því tilefni birti Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna og fv. bæjarstjóri á Akranesi, á FB síðu sinni vísukorn sem hann lét fljóta með greininni um Jón.

Vísa Gísla var svona:

Ekki verður annað sagt
um okkur Jón á Skaga,
en skrif hans öll á Skagavakt
skrái glæsta daga!

Allt satt og rétt hjá Gísla en ég varð þó að bæta um betur.

Ekki er það alveg víst
hans öllum skrifum trúi.
Þó ég segi allra síst

að Skagamaður ljúgi.

Því byggðina þar sólin signir
sífellt alla daga.
Vindur enginn, alltaf lygnir
aðeins rignir þar í haga.

Sögur margar fylla Frón
ef fallegar hann segir.
En bestar sögur segir Jón
þegar að hann þegir.

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu