Jarðarfararblús/Funeral Blues e. W.H. Auden

Stop all the clocks, cut off the telephone,
Prevent the dog from barking with a juicy bone,
Silence the pianos and with muffled drum
Bring out the coffin, let the mourners come.

Let aeroplanes circle moaning overhead
Scribbling on the sky the message ‘He is Dead’.
Put crepe bows round the white necks of the public doves,
Let the traffic policemen wear black cotton gloves.

He was my North, my South, my East and West,
My working week and my Sunday rest,
My noon, my midnight, my talk, my song;
I thought that love would last forever: I was wrong.

The stars are not wanted now; put out every one,
Pack up the moon and dismantle the sun,
Pour away the ocean and sweep up the wood;
For nothing now can ever come to any good.

Jarðarfararblús

Stoppi hver klukka! Klippið símavír!
Og kastið beini’ í seppa. Hann er hávært dýr.
Píanó þagni! Deyfðan trumbudyn!
Sjá, hér er kistan. Syrgið látinn vin!

Lát flugvélar emja yfir landi og sjó,
skrifa’ á loftin skýjastöfum að hann dó.
Klæð hvítar dúfur svörtu af harmi eftir hann,
svarta hanzka látið á hvern lögreglumann.

Norður, suður, austur, vestur var hann mér,
mín vinnuvika, sunnudagur hver,
mín nótt, minn dagur með líf, með leik.
Ég leit á ást sem væri hún eilíf. Ég óð reyk.

Já hver þarf nú stjörnur? Lát myrkvast himins hjól,
pakkið saman tungli, hlutið sundur sól.
Sturtið niður sjónum, og sópið trjám burt.
Um svona hluti verður aldrei framar spurt.
– þýðing Þorsteinn Gylfason.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu