Hrund

Allt það sem dvelur og dafnar á jörð
er dofið og fallið í dvala.
Önd þín er falin, já fallin í svörð
og farin til himnasala.

En minningin vakir og verndar mitt far
og vökvar mitt lífsins blóm.
Ég horfi og hugsa til þess sem að var
og í huga mér heyri þinn róm.

Þú blíðlega baðst mig að vanda mitt líf
og brosa á sérhverjum degi.
Að blessa öll börnin og vera þeim hlíf
að bogna en brotna eigi.

Samið í minningu Hrundar Sigurðardóttur

Þér þakka ég fylgdina fjársjóður minn ég finn þig um síðir mín kæra. Því ég ætla að lifa og læra um sinn og líf okkar lofa og mæra.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu