Hellismannaleið

Dagana 19. – 24. júlí 2015 fór ég í góðra vina hópi fótgangandi leiðina frá Leirubakka til Landmannalauga. Alls er þetta ríflega 80 km. ganga yfir fjöll og firnindi eins og sagt er. Ferðin var hreint dásamleg í alla staði, auðvitað varð fólkið í göngunni þreytt, sumir fengu verki í hné, aðrir blöðrur á fætur og tær og enn aðrir fengu þetta allt og smá kvíðahnút í magann að auki. En allir komust á leiðarenda að lokum og fyrir það er ég í það minnsta ákaflega stolt og þakklát að hafa fengið að vera með í þessari ferð.

Eins og gengur urðu til nokkrar vísur, misvel kveðnar, í ferðinni. Þær sem ég man fara hingað inn, aðrar poppa kannski upp í hugann síðar.

Forystusauðurinn

Alda hún er alltaf fyrst
einbeitt leiðir göngu.
Blessunin er býsna þyrst
býr til vín úr öngvu.

Jökulrölt

Spor í snjóinn ég marka
seig ég áfram arka
og ég segi við mig
það sem ég segi við þig
mikil skelfingar djöfulsins harka!

Hellismannaleið

Hellismannaleiðin létt
liggur yfir sléttur fáar.
Fjöllin voru furðu slétt
og fjarlægðirnar ósköp smáar.

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu