Einmanna hugur

einmanna hugur
hugrekkið brotið
harmur í öllu hans fasi

heimurinn virðist
hata of mikið
helst vill’ann hætt’öllu þrasi

horfir í vindinn
vonin er brostin
veröldin vill hann ei lengur

hvað er til ráða
hvert getur hann farið
ó, kvölin í huga hans, drengur!

í móðunni sér hann
móta í fjarska
fyrir Maríukirkju og bjarma

vonin hún vaknar
vekur í brjósti
visku brostinna harma

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu