Amma sem aldrei er heima
Bára Margrét Eiríksdóttir sem vinnur með mér hefur stundum uppnefnt sjálfa sig “ömmu sem aldrei er heima”. Reyndar segir hún að barnabörnin kalli sig þetta en ég held hún hafi fundið uppá þessu sjálf.
Í morgun brá svo við ég heyrði óm af samtali sem Ragnheiður (sem vinnur með okkur Báru) átti við barnabarnið sitt og heyrði að hún sagðist vera “amma sem aldrei er heima”. Í framhaldi af því datt mér í hug limra sem byrjaði á amma sem aldrei er heima.
Á endanum urðu limrurnar tvær og fylgja þér hér að neðan:
Amma sem aldrei er heima
hún arkar um heima og geima
ég vil hafa þig hér
hérna hjá mér
svo aldrei þú munir mér gleyma!
Amma sem aldrei er heima
hún arkar um heima og geima
og hrokkinhærð snót
hleypur við fót
hrópar: Amma þú mátt mér ei gleyma!
27. desember 2012