Maður úr steini

Maður úr steini

Þessi mynd varð tilefni til skáldskapar – enda félagsskapurinn þess eðlis.

Á bekk út í garði þau sitja þar sátt
stúlkan og maður úr steini.
Hún blaðrar og blaðrar en hann segir fátt
en hugsar því meira í leyni.

Ef myndi hann vakna hvar væri hann þá
vongóður, ungur og kátur?
Eða settist hann aftur bekkinn sinn á
og stýfði úr hnefanum slátur?

En hvað gerði stúlkan á síðsumarnótt
ef strákurinn vaknað’úr dvala.
Myndi henni verða í huganum rótt
eða héldi hún áfram að mala?

 

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu