Væri það nóg að elska

Er leit ég þig á, ég varð viss um það
að þú varst prinsinn sem á hesti reiðst í hlað
þú varst framtíð mín, þú gafst mér líf þitt allt
ég vildi að ég gæti borgað þúsundfalt.

En ég er þannig gerð og ég þarfnast þess
að þegar herrar á mig líta verð ég hress
Þeir vekja hjá mér þrár, og svo ég elska þá
en samt ég veit að þetta ekki gera má.

Væri það nóg að elska, ég elskaði einan þig
en einhvernvegin verð ég þó að líta í kringum mig
Væri það nóg að elska, ég elskaði einan þig
en ástin hún er undarleg, svo erfið við mig.

Þér helgað get ég stað, og þér helgað get ég stund
en margir fleiri áttu hjá mér ástarfund.
Ég veit að það var rangt, víst þykir mér það leitt
en samt ég elskaði alla þá svo undurheitt.

Nú heiti ég þér því, ég skal aldrei líta meir
á aðra menn en þig – mín ást hún aldrei deyr
Þú átt mig aðeins einn, ég skal víst eiga þig
og aðrir menn þeir þurfa að finna aðra en mig.

Væri það nóg að elska, ég elskaði einan þig
en einhvernvegin verð ég þó að líta í kringum mig
Væri það nóg að elska, ég elskaði einan þig
en ástin hún er undarleg, svo erfið við mig.

Væri það nóg að elska, ég elskaði einan þig
en einhvernvegin varð ég þó að líta í kringum mig
Væri það nóg að elska, ég elskaði einan þig
ég veit að þú ert ástin mín, ég elska aðeins þig.

(Samið í tilefni af orðunum: „Ég elska hann, en ég er ekki viss um að ég sé ástfangin“. Ljóðið er samið við lagið Sil’suffisat af plötunni Sil’suffisat þar sem Celine Dion hefur upp sína yndisfögru rödd og fer meistaralega með þetta fallega lag).

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu