Tölvuvesen

Öld á tækni, ógnin mörg,
okkur sum þó hrelli.
Öllu reddar Ingibjörg,
yndisleg í hvelli.

Björn Hafþór Guðmundsson
sveitarstjóri á Djúpavogi

Björn Hafþór nýtir sér gjarnan skrifstofuaðstöðu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þegar hann á leið í bæinn. Eitt sinn hafði hann setið hjá okkur daglangt, en hann átti þá erindi við fjárhagsnefnd Alþingis að mig minnir, og undirbjó sveitarstjórnarfund sem vera átti næsta dag. Þegar hann kemur austur sér hann að gögn sem hann taldi sig hafa tekið með sér á disklingi (fyrir tíma minnislykla) voru alls ekki á diskinum, svo hann hringir í mig og spyr í mikilli angist hvort vera geti að gögnin séu á tölvunni sem hann fékk til afnota. Mér tókst að grafa gögnin uppi í afritunar skrám og sendi honum með tölvupósti.

Ég fékk þessa fínu vísu að launum og tel að þetta sé ein besta greiðsla sem ég hef nokkru sinni fengið fyrir vinnuframlag mitt og er ákaflega stolt af vísunni.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu