Kveðja
Ég kveð þig með trega í sinni
takturinn farinn úr hjarta þér
tómið fyllir upp huga mér
tápið er horfið á brott.
Ég kveð þig með trega í huga
kæti og gleði af þér lagði
kankvís og hress varstu’ í bragði
ég kveð þig um sinn kæri vin.
28. nóvember 2004
Tileinkað góðum vini mínum og velgjörðarmanni, sem alltaf hvatti mig áfram í ljóðasmíðunum, Sigurði Geirdal bæjarstjóra Kópavogs sem lést langt um aldur fram í árslok 2004