Kveðist á við Helgu

Helga Kristjánsdóttir, bloggvinkona mín og mamma gamallar vinkonu minnar (Jollu), er ansi dugleg á blogginu og ég dáist mikið að því að hún hafi tekið uppá þessu “á gamals aldri”.

Helga kastar stöku sinnum fram vísum og svara ég henni gjarnan.

Í lok apríl 2009 setti Helga eftirfarandi á vefinn:

Gott er að mega tryggum treysta
er týnist virðing og lokast sund
þú vaktir þráðan vonarneista
þú  varst oss allt á ögurstund.

Ég svaraði:

Þó ég hafi dáð og dyggð
í dagsins amstri talið best.
Þá hef ég ávallt trú og tryggð,
traust og trúnað metið mest.

Síðar svaraði Helga mér og stakk uppá því að við færum að kveðast á. Því svaraði ég þannig:

Kát ég mun þig kveðast við
kæra vinan góða.
Höldum fast í fornan sið
en forðumst ljóðasóða.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu