Ég vil ekki ver’í
(við lagið Ástaróður með Pétri og Bjartmar)
Við erum stelpur í treyjum grænum
við vorum sagðar þær bestu í bænum
og hverjar erum við?
Blikar!
Þið eruð stelpur í rauðum treyjum
þið eruð alltaf með dauðum peyjum
sem nakinn til fjalla fer
með þér!
Allt í huga þér
svo illa öfugt er
og anti Blikó
því skalt ei bjóða mér
í kaffi heim með þér
því …
Ég vil ekki ver’í KR
ég vil ekki ver’í ÍA
ég vil ekkert hik
vil ver’í Breiðablik
so … you!
KR er alltaf í hvítu og svörtu
svo að þær sjáist ekki í björtu
hver getur treyst á þér?
Dú jú?
Öll þið liðin hér
þið þekkið fés á mér
í öllum litum.
Þið hafið séð það blautt
og stundum allt svo rautt
en elsku dúllurnar
það komið er í lag
því …
Ég vil ekki ver’í KR
ég vil ekki ver’í ÍA
ég vil ekkert hik
vil ver’í Breiðablik
so … you!
Ég vil ekki þína peysu
þó að hún sé svoldið speisuð
ég vil ekkert hik
vil ver’í Breiðablik
so … you!
Ort aðfararnótt 7. september 1986 í tilefni af fyrstu uppskeruhátíð knattspyrnukvenna sem haldin var í gamla Hollywood þá um kvöldið.