Ástina sína að finna

Þar er straumurinn mestur
og áin svo stór og hún stendur í vatninu
stúlkan sem fór
ástina sína að finna.

Þó þau hrópuðu á hana
og kölluðu í kór
þau fengu engu breytt
því stúlkan hún sór
ástina sína að finna.

Svo hreif hana straumurinn
sterkur og stór
hreif hana með sér
hana sem fór
ástina sína að finna.

Þeir fundu’ hana neðar
svo létta á brún
og brosandi í framan
því búin var hún
ástina sína að finna.

Og þú sérð þau á himnum
sem stjörnurnar tvær
þær lýsa upp nóttina
því nú eru þær
búnar ástina sína að finna.

Ellert Sigþór Breiðfjörð Sigurðarson bróðursonur minn og tónlistarsnillingur samdi ákaflega fallegt lag við þennan texta minn og flutti ásamt Maríu Konráðsdóttur systurdóttur minni í fertugsafmæli mínu í desember 2003. Fyrir það er ég þeim ævarandi þakklát og er ofboðslega stolt af því að eiga svona hæfileikaríka ættingja!

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu