Líf

Ég lifi í tíma og rúmi
og óðum þá flýgur hver stund.
Er dimmir í nætursins húmi
þá finn ég að þyngist mín lund.

Ég vil lifa í gleði og glaumi
gleyma öllum sorgum og sút.
Ég vil lifa og drekka í laumi
viský og landa af stút.

Því hver sníður sér gæfu og gengi
gleði og sorgir um leið.
Ég vil fá að lifa svo lengi
uns lífið rennur sitt skeið.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu