Í Nauthólsvík

Nauthólsvík böðuð sólskini og birtu
berbrjósta konur þó sjást ekki enn
laglegir piltar í rifinni skyrtu
haga sér eins og fullorðnir menn

Undu þar hag sínum saman um stund
sveinar og drengir, halir og sprund
gleði og gáski var leiðarljós eitt
gutlaði í flösku, það var brennandi heitt

Vona ég nú að ári við aftur
eigum öll saman svo fullkominn dag
Kópar eru bestir, þeirra er æskunnar kraftur
til þeirra ég syng þetta stórgóða lag.

Ort að afliðinni Verslunarmannahelgi árið 2001 en á laugardegi þá helgi buðu Hinni frændi minn og félagar hans mér, Binnu, Siffu og Ástu B. að taka þátt í sumarleikum sem þeir kölluðu Kópa 2001. Þetta var frábær dagur í Nauthólsvíkinni þar sem við skemmtum okkur öll og horfðum áhyggjulaus inní helgina.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu