Category: Fiskréttir

Túnfisktartarsalat

Hinni frændi minn er snillingur. Hann galdraði fram þetta ljúffenga túnfisktartarsalat og var svo elskulegur að senda mér innihaldsefnin. Hlutföll eru afstæð og fara eftir smekk hvers og eins. Innihald: túnfiskur, skorinn í litla bita japanskt majones (fæst í Fylgifiskum) agúrka vorlaukur chillimauk (eða niðursoðið chilli saxað mjög smátt) smá kóriander og sesamfræin Þessu er …

Saltfiskur frá Apótekinu

Tipphópurinn Til Sigurs hittist heima hjá Ástu B (hvar annarsstaðar) eitthvert skiptið og gladdist saman (ekki þó yfir góðum árangri í tippinu – engin ástæða hafði gefist til þess) og bar húsfreyjan með dyggri aðstoð Sigfríðar fram þennan líka dýrindis saltfiskrétt. Hann lifir svo í minningunni að mér fannst tilvalið að fá uppskriftina hjá Siffu …

Tómatsúpa með smálúðubitum og piparrótarrjóma

Nú kann einhver að spyrja, hvers vegana að birta hér uppskrift að súpu með lúðubitum? Lúðuveiði er jú bönnuð! Í raun má nota hvaða fisk sem er í þessa súpu en höfundurinn, Rúnar Marvinsson, kallaði súpuna þetta og mér dettur ekki í hug að breyta heitinu þó lúðuveiði sé nú bönnuð. Innihald: 400 gr. niðursoðnir …

Frábær fiskréttur í ofni með rótargrænmeti

Tilraunaeldhús í kvöld, 16. apríl 2012. Að þessu sinni hafði ég sankað að mér allskyns rótargrænmeti og svo átti ég ýsubita í frystinum. Þessu skellti ég saman í eldfast mót ásamt salti og karrý og úrkoman varð svona líka glæsileg. Eftirfarandi hráefni notaði ég í réttinn: gulrætur kartöflur sellerírót sellerí vorlauk brokkolí fiskbita parmessanost sítrónuolíu …

Ýsa í ofni

Í kvöld eldaði ég ýsu í ofni. Frumsamin uppskrift auðvitað, aðferðarfræðin byggir á hæfilegri leti en ekkert var til sparað. Innihaldið var eftirfarandi (dugar fyrir 2): 400 gr. ýsuflök, roð- og beinlaus 4-6 kartöflur (afhýddar og skornar í teninga) 1 sneið af sætri kartöflu (ca. 1,5 cm) skorin í teninga 1 stilkur af sellerí, sneitt …

Bráðhollur fiskur í ofni

Í kvöld tók ég skafið úr skápnum tilraunaeldhús. Af því það er mánudagur ákvað ég að prufa að gera eitthvað gott og bráðhollt úr fiski sem ég átti í frystinum og viti menn – þetta var svona líka asssgoti gott! Í réttinn notaði ég: Ýsu, roðlaus og beinlaus Kartöflur, afhýddar og skornar í bita Gulrætur, …

Katalónskur saltfiskréttur

Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og fv. bæjarstjóri á Ísafirði sendi mér þennan rétt. Hann segir eftirfarandi um réttinn: Sérstakt bragð er af þessum saltfiskrétti. Samspil saltfisks, beikons og rósmaríns er mjög gott og hentar því vel að drekka bragðmikið rauðvín með réttinum. (Fyrir þá sem vilja drekka vín með slíkum rétti. Hvítvín er auðvitað …

Bragðgóð og einföld fiskisúpa

Það var tilraunaeldhús heima hjá mér þriðjudaginn 27. október 2010. Ég átti nýjan og girnilegan lúðubita í ísskápnum og mig langaði til að búa til fiskisúpu, sem ég hafði aldrei búið til áður. Ég leitaði á netinu að fiskisúpum, sem allar áttu það þó sameiginlegt að hafa skelfisk meðal hráefnis. Slíkt gæðafæði set ég ekki …

Fiskur í ofni – A la Biggi Blö

Birgir L. Blöndal var yfirmaður minn hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til fjölda ára. Hann var einn örfárra manna hér á landi á sem hafði löggiltan smekk og leituðum við gjarnan til hans þegar breytingar innanhúss- eða utan stóðu yfir og svo er hann einstakur sælkeri þegar kemur að mat og víni. Hann kom með þessa …