Category: Fiskréttir

Bleikju sashimi

Síðustu ár hafa bragðlaukarnir mínir farið að kunna að meta sushi og sashimi. Fyrst og síðast ber að þakka það Hinna frænda mínum, stórkokki og snillingi. Hann var duglegur að búa til sushi handa mér sem var 100% án skelfisks og þegar ég komst uppá bragðið varð ég óstöðvandi. En seinna meir hefur sashimi komið …

Ofnbakaður þorskur með blómkáli og blaðlauk

Úff … ég er algjörlega forfallin fyrir eldunaraðferðinni sem Ragnar Freyr, læknirinn í eldhúsinu, kynnti fyrir mér í einu blogginu sínu. Það gengur út á það að krydda fisk, setja hann á álpappír í blússheitan hofn (með grilli) og steikja fiskinn í um 7 mínútur. Þessi aðferð er algjört gull og gerir fiskinn safaríkan og …

Ofnbakaður fiskur með hrísgrjónum

Það var skellt í tilraunaeldhús í Efstahjalla í kvöld. Ég átti þorskbita í frystinum sem ég afþýddi og velti því síðan fyrir mér hvað ég ætti að gera við fiskinn. Úr varð að ég gerði ofnbakaðan fisk með hrísgrjónum og verð að segja að mér tókst óvenju vel upp! Hráefni Fiskur (ég notaði þorsk) laukur …

Girnilegur ofnbakaður þorskur

Ég held að það sé löngu kominn tími á nýja uppskrift úr tilraunaeldhúsi Ingibjargar. Fyrir nokkru sá ég uppskrift frá Lækninum í eldhúsinu þar sem hann skipti kjúlingi út fyrir þorsk bita. Þetta er hrikalega góður réttur og í kvöld ákvað ég að fikra mig aðeins út frá honum en nýtti mér innblástur úr uppskrift …

Smjörsteiktur þorskur með grænmeti

Ég kom heim í gærkvöldi eftir vikudvöl á Tenerife. Hjá mér er það yfirleitt þannig að mig þyrstir í fisk eftir heimsókn til annarra landa og var dagurinn í dag engin undantekning. Í frystiskápnum mínum átti ég tvö stykki af þorski og kippti ég þeim út og setti í ísskápinn áður en ég fór í …

Hálf indverskur fiskréttur

Mig langaði í fisk í dag, miðvikudag. Reyndar svo að mig langaði í fisk strax, þó klukkan væri bara ríflega 17 og ísskápshurðin var rifin uppá gátt. Þar átti ég lauk, hvítlauk, og tómata … já og fisk að sjálfsögðu. Þegar ég sá þessi innihaldsefni rifjaðist upp fyrir mér leiðbeining sem ég fékk um daginn …

Dýrindis grænmetis-/fiskisúpa

Ég var staðráðin í að gera fiskisúpu í kvöld. En eins og svo oft áður þá datt mér ekki í hug að fylgja uppskrift heldur byggði ég á fyrri reynslu minni í fiskisúpugerð og ber þar hæst að nefna uppskrift Rúnars Marvinssonar. Þá súpu fékk ég fyrst í vinnunni og ég verð bara að segja …

Fiskiostasúpa

Eftir heldur erfiðan dag skellti mín í eitt tilraunaeldhús. Að þessu sinni átti ég fisk, ýsu, og mig langaði að gera eitthvað allt öðruvísi. Það varð líka raunin og heppnaðist svona líka ægilega vel. Já Fiski Osta Súpa … skrítið en gott. Innihald laukur sellerí hvítlaukur gulrætur kartöflur brokkólí rauð paprika tómatar ólífuolía hvítlauksostur (steyptur) …

Fínn fiskréttur

Mín splæsti í tilraunaeldhús í kvöld. Ég tók fiskbita úr frysti í morgun og setti í ísskápinn. Þegar ég kom svo heim þá ákvað ég að baka fiskinn í ofni og úr varð þessi fíni fiskréttur. Innihald: Ýsa í bitum Hrísgrjón (ég notaði krydd hrísgrjón) Philadelphia smurostur (hreinn) Rautt pestó Laukur Karrý Salt Vatn Ólífuolía …