Category: Heilsusamlegt

Vel sterk austurlensk kjúklinganúðlusúpa

Einn af mínum uppáhalds veitingastöðum er Noodle Station sem var á Skólavörðustíg en er núna kominn á Laugaveg auk þess að vera í Hafnarfirði. Þar fæ ég mér jafnan kjúklingasúpuna þeirra og er alltaf pínulítið sorgmædd þegar ég er búin úr skálinni, þetta er svo gott! Í margar vikur hef ég hugsað um að útbúa …

Fiskisúpa sem kengur er í

Loksins fann ég uppá því að skella í tilraunaeldhús. Að þessu sinni átti ég bita af ljómandi fínum þorskhnakka, skrapp í búðina og keypti nokkra hluti sem mér finnst ómissandi að eiga í ísskápnum, lauk, gulrætur og sellerí. Þessir þrír hlutir eru ljómandi góður grunnur í allskonar súpur og pottrétti og ég ákvað að skella …

Bleikju sashimi

Síðustu ár hafa bragðlaukarnir mínir farið að kunna að meta sushi og sashimi. Fyrst og síðast ber að þakka það Hinna frænda mínum, stórkokki og snillingi. Hann var duglegur að búa til sushi handa mér sem var 100% án skelfisks og þegar ég komst uppá bragðið varð ég óstöðvandi. En seinna meir hefur sashimi komið …

Hrákaka a la Ingibjörg

Í kvöld skellti ég í hráköku og notaði aðeins það sem ég átti þegar í eldhúsinu. Þetta varð því tilraunahrákaka og þér að segja þá er hún bara ljómandi góð. Innihaldið er: banana döðlur möndlur kókosolíu saxaðar möndlur kókoshveiti rúsínur lífrænt súkkulaði suðusúkkulaði Ég tók banana, döðlur, möndlur og kókosolíu og hrærði saman í blandara …

Tómatsúpa Ingibjargar

Ég gerði mér tómatsúpu í kvöld. Að þessu sinni hafði ég enga fyrirmynd, aðeins það sem ég átti í ísskápnum og öðrum skápum íbúðarinnar. Útkoman var frábær og matarmikil súpa. Innihald: skalottulaukur sellerístöngull kartöflur tómatur brokkolí tómatpúrré grænmetisteningur ólífuolía vatn Ég brytjaði grænmetið smátt og steikti í ólífuolíunni í þykkbotna potti. Þá bætti ég tómatpúrré …

Hrákaka frá himnaríki

Í dag lagði ég í hrákökusmíð.  Ekki á hverjum degi sem ég geri það en í dag var greinilega rétti dagurinn enda hundleiðinlegt veður úti og ekkert skemmtilegra að gera en þetta. Ég byrjaði á því að gera botninn en í hann fór eftirfarandi hráefni: möndlur döðlur vanilla Þessu mixaði ég saman í matvinnsluvél þar …

Perlubygg með kjúklingi

Er það ekki akkúrat núna, um áramót, sem hollustan ræður ríkjum? Það er þannig í mínu tilfelli og ekki bara það, ég reyni yfirleitt að standa við hollustueiðinn og helst árið um kring. Í dag rétt skrapp ég heim eftir vinnu og náði þá að taka tvö úrbeinuð kjúklingalæri úr frystinum hjá mér. Þá fór …

Lambapottréttur með rótargrænmeti og perlubyggi

Um daginn var ég svo heppin að fá einn lambaskrokk frá henni Hörpu frænku minni. Ég ákvað að úrbeina allt nema lærin og á talsvert af gómsætu lambakjöti í kistunni minni. Í dag kom loksins að því að ég ákvað að elda eitthvað og valdi poka sem innihélt gúllas eða stroganoff bita, ekki endilega bestu …

Ofnbakaður þorskur með blómkáli og blaðlauk

Úff … ég er algjörlega forfallin fyrir eldunaraðferðinni sem Ragnar Freyr, læknirinn í eldhúsinu, kynnti fyrir mér í einu blogginu sínu. Það gengur út á það að krydda fisk, setja hann á álpappír í blússheitan hofn (með grilli) og steikja fiskinn í um 7 mínútur. Þessi aðferð er algjört gull og gerir fiskinn safaríkan og …

Ofnbakaður fiskur með hrísgrjónum

Það var skellt í tilraunaeldhús í Efstahjalla í kvöld. Ég átti þorskbita í frystinum sem ég afþýddi og velti því síðan fyrir mér hvað ég ætti að gera við fiskinn. Úr varð að ég gerði ofnbakaðan fisk með hrísgrjónum og verð að segja að mér tókst óvenju vel upp! Hráefni Fiskur (ég notaði þorsk) laukur …