Category: Greinar

Var Valdi galdramaður?

Valdi gamli vallarvörður var í hugum margra okkar krakkanna sem stunduðum það að hanga á Vallargerðisvelli galdramaður. Hann kunni allt og gat allt, og hann var strangur – en samt bara mátulega. Við reyndum auðvitað, eins og krakka er von, að ganga aðeins lengra en hann leyfði, en mörkin voru skýr í hans huga og …

Stelpum bannað að spila í takkaskóm á grasi

„Stelpum var bannað að spila á takkaskóm á grasi.“ – Kópavogsblaðið Ingibjörg Hinriksdóttir er ein þeirra sem hvað ákafast hafa rutt brautina fyrir knattspyrnu kvenna hjá Breiðabliki. Kópavogur er vagga knattspyrnu kvenna á landinu og Ingibjörg Hinriksdóttir er ein þeirra sem hvað ákafast hafa rutt brautina hjá Breiðabliki. Sjálf vill hún þó gera sem minnst …

Að afloknum kosningum

Sveitarstjórnarkosningar fyrir kjörtímabilið 2014-2018 fóru fram í gær. Eins og gefur að skilja voru úrslitin á alla vegu, sumir voru ánægðir, aðrir ekki og allir hafa skoðun á niðurstöðunum. Sjálf hefði ég viljað sjá betri niðurstöðu, sérstaklega í Kópavogi. Mitt fólk í Samflylkingunni tapaði manni og meirihlutaflokkarnir, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur héldu velli og Kópavogslistinn rann …

Af hverju á ég að kjósa á laugardag?

Það vita það allir að ég er mikill jafnaðarmaður og hef verið lengi. Stundum hef ég reynt að hafa áhrif á vini mína og fjölskyldu og reynt að sannfæra þau um að mín skoðun í stjórnmálum sé sú sem er skynsamlegust. Ég fór í framboð, var varabæjarfulltrúi í 4 ár, og hef sinnt ýmsum samfélagslegum …

Konráð Kristinsson – minning

Að eiga vin er vandmeðfarið, að eiga vin er dýrmæt gjöf. Vin, sem hlustar, huggar, styður, hughreystir og gefur von. Vin sem biður bænir þínar, brosandi þér gefur ráð. Eflir þig í hversdagsleika til að drýgja nýja dáð. (Ingibjörg Sigurðardóttir)   Ljóðlínurnar hér að ofan gætu allt eins hafa verið samdar um okkur Konráð Ó. …

Ólafur E. Rafnsson – In Memoriam

Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ, var borinn til grafar í dag. Við Óli þekktumst ekki mikið en hann var maðurinn hennar Gerðar, vinkonu minnar og skólasystur. Óli hafði einstaka nærveru og þá sjaldan við hittumst var alltaf eins og við þekktumst vel og værum bestu vinir. Óli var líka mannvinur af bestu gerð og það …