Category Archives: Greinar

Erindi um knattspyrnu kvenna

Blikar1979Komið þið sæl,

Þegar Geir hringdi í mig og bað mig um að ræða við ykkur um framgang knattspyrnu kvenna í Breiðabliki var það mér mikill heiður og sómi að þekkjast boðið. Það hefur enda var það mitt aðal áhugamál í rúm 30 ár að fylgjast með fótboltastelpunum okkar, dæma, skipta mér af og rífa dálítið kjaft í leiðinni. En fótbolta hef ég lítið sem ekkert æft – svo það sé nú alveg á hreinu! Þó ég sé komin yfir miðjan aldur þá hef ég ekki fylgt Blikastelpunum allt frá byrjun, þar þarf að ræða við mér eldri konur, s.s. Rósu Valdimarsdóttur dóttur Valda vallarvarðar eða Arndísi Sigurgeirsdóttur í Iðu bókabúð svo einhverjar séu nefndar.

Continue reading Erindi um knattspyrnu kvenna

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Að afloknum kosningum

Sveitarstjórnarkosningar fyrir kjörtímabilið 2014-2018 fóru fram í gær. Eins og gefur að skilja voru úrslitin á alla vegu, sumir voru ánægðir, aðrir ekki og allir hafa skoðun á niðurstöðunum. Sjálf hefði ég viljað sjá betri niðurstöðu, sérstaklega í Kópavogi. Mitt fólk í Samflylkingunni tapaði manni og meirihlutaflokkarnir, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur
héldu velli og Kópavogslistinn rann inní íhaldið.

Aðal niðurstaða kosninganna er þó sú staðreynd að aldrei áður hafa jafn fáir nýtt atkvæðisrétt sinn. Það er áhyggjuefni í sjálfu sér en ástæðan er þó fyrirliggjandi.

Áherslur flokkanna eru alltof líkar. Ef einn boðaði aukin útgjöld í íþróttastyrki, gerðu hinir flokkarnir það líka. Ef einhver vildi bæta þjónustu við aldraða sögðu hinir flokkarnir að þeir vildu líka gera það. Í raun var sama og ekkert sem skildi að þau 8 framboð sem komu fram í Kópavogi, nema fólkið.

Ungt fólk, sem er vant því að geta gert alla skapaða hluti í gegnum tölvu, nennti ekki að mæta á kjörstað. Þeim finnst það tímasóun. Enda hefur margt af ungu fólki ekki áhuga á að kynna sér stefnumál flokkanna, hvað þá meira. Niðurstaðan er sú að unga fólkið vill láta hugsa fyrir sig, að gera það sjálfur er of mikil áreynsla.

Þeir eldri, sem eru á kafi í stjórnmálunum, verða að fara að hugsa út fyrir boxið. Ná til grasrótarinnar og komast út úr þeirri sápukúlu sem menn eru í. Fyrst og síðast þurfa menn þó að fara að tala mannamál, tala þannig að menn skilji hvað um er rætt og hætti þessu endalausa blaðri um ekki neitt. Stjórnmálamenn eiga það nefnilega til að telja sig vera í Frúnni í Hamborg, þar sem ekki má segja já, nei, svart eða hvítt. Menn verða að fara að girða sig í brók og taka afstöðu. Það gerði frúin í Framsóknarflokknum og uppskar tvo
borgarfulltrúa þrátt fyrir að hávær minnihluti gerði allt sem hægt var til að sverta hana og mannorð hennar og skoðanir. Þær trakteringar duga ekki lengur.

Stjórnmálamenn þurfa að koma sér uppúr hjólförunum!

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Af hverju á ég að kjósa á laugardag?

xs-samfylkingin-300x300Það vita það allir að ég er mikill jafnaðarmaður og hef verið lengi. Stundum hef ég reynt að hafa áhrif á vini mína og fjölskyldu og reynt að sannfæra þau um að mín skoðun í stjórnmálum sé sú sem er skynsamlegust. Ég fór í framboð, var varabæjarfulltrúi í 4 ár, og hef sinnt ýmsum samfélagslegum verkefnum fyrir Samfylkinguna (áður Alþýðuflokkinn) á mínum 50 árum.

Það eru margir sem hafa mikla og djúpa sannfæringu fyrir stjórnmálum, en því miður virðist þeim þó fara fækkandi. Persónulega er ég ekki hissa á því. Stjórnmál hafa á síðustu árum þróast út í það að vera einn risastór skítapollur þar sem allt er leyfilegt. Menn komast upp með að ljúga, segja eitt í dag og annað á morgun, hafa þá skoðun sem er vinsælust á hverjum tíma og villa um fyrir kjósendum, ekki aðeins fyrir kosningar heldur alltaf! Já alltaf!

Continue reading Af hverju á ég að kjósa á laugardag?

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Konráð Kristinsson – minning

Að eiga vin er vandmeðfarið,
að eiga vin er dýrmæt gjöf.
Vin, sem hlustar, huggar, styður,
hughreystir og gefur von.
Vin sem biður bænir þínar,
brosandi þér gefur ráð.
Eflir þig í hversdagsleika
til að drýgja nýja dáð.

(Ingibjörg Sigurðardóttir)

 

Konni gamli og IngóLjóðlínurnar hér að ofan gætu allt eins hafa verið samdar um okkur Konráð Ó. Kristinsson, minn kæra vin sem verður til grafar borinn í dag. Við Konni gamli, eins og hann var jafnan nefndur til aðgreiningar frá Konráð syni sínum, vorum miklir og góðir vinir. Ekki aðeins vegna þess að Konni yngri var og er mágur minn og ekki aðeins vegna þess að við Konni gamli erum ákafir stuðningsmenn Breiðabliks, heldur líka og ekki síður vegna þess að við bárum gæfu til þess að frá fyrstu tíð voru samskipti okkar mörkuð af virðingu fyrir hvoru öðru.

Continue reading Konráð Kristinsson – minning

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Ólafur E. Rafnsson – In Memoriam

Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ, var borinn til grafar í dag. Við Óli þekktumst ekki mikið en hann var maðurinn hennar Gerðar, vinkonu minnar og skólasystur. Óli hafði einstaka nærveru og þá sjaldan við hittumst var alltaf eins og við þekktumst vel og værum bestu vinir. Óli var líka mannvinur af bestu gerð og það sást vel í útför hans í dag að hann var ákaflega vinamargur.

Óli nælir í mig silfurmerki ÍSÍ 2010
Óli nælir í mig silfurmerki ÍSÍ 2010 og ég horfi aðdáunar augum á hann.

Continue reading Ólafur E. Rafnsson – In Memoriam

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

30 ára stúdent

1983
Útskriftarárgangur 1983, 30 árum síðar. Einstaklega fallegur hópur, gáfaður og svona líka bráðskemmtilegur.

 

Í formála Fagurskinnu sem gefin var út 1983 segir svo: „Ekki er nema eðlilegt að fjögur mikilvæg þroskaár í lífi ungs fólks skilji mikið eftir. Ótal mörg atvik verða minnisstæð, bæði brosleg og alvarleg og svona rit kemur aldrei til með að gefa nokkra heildarmynd og varla hugmynd um hvernig samband fólks er og andrumsloft innan veggja skólans.“

Þessi orð eiga sér svo sannarlega stað í raunveruleikanum. Þessi fjögur ár sem við eyddum innan veggja, ekki þessa húss, heldur hússins hér örlítið vestar í götunni eru sannarlega minnisstæð og við öll getum sjálfsagt rifjað upp bæði brosleg og alvarleg atvik sem áttu sér stað á námstíma okkar.

Continue reading 30 ára stúdent

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Það kemur leikur eftir þennan leik

Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með þeim viðbrögðum sem verið hafa við ágætum pistli Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu.

Í pistlinum fer Kolbrún fáeinum orðum um viðbrögð vinnufélaga sinna við þeim tíðindum að knattspyrnustjóri Manchester United ætli sjálfviljugur að taka pokann sinn og leggja skóna á hina margfrægu hillu.

Sjálf er ég mikil áhugakona um knattspyrnu en ég hef fyrir löngu gert mér grein fyrir því að knattspyrna er bara leikur. Félagið mitt heitir Breiðablik og ég hef mikinn áhuga á því að félaginu mínu gangi sem best í öllum leikjum og hjá öllum flokkum. Þar liggur mín ástríða.

Continue reading Það kemur leikur eftir þennan leik

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Drottningin mín – mamma

Nöfnurnar og bestu vinkonur - Ingibjörg og Ingibjörg
Nöfnurnar og bestu vinkonur – Ingibjörg og Ingibjörg

Elsku mamma mín kvaddi þennan heim að morgni þriðjudagsins 12. febrúar. Hún hafði átt við erfið veikindi að stríða um nokkurra ára skeið sem þjökuðu hana bæði líkamlega og andlega. En alltaf var samt stutt í brosið, alltaf var hún blíð og alltaf jákvæð.

Sem barn og unglingur tekur maður foreldrum sínum sem sjálfsögðum hlut, rétt eins og sólin kemur upp að morgni þá eru mamma og pabbi til staðar. En eftir því sem tíminn líður gerir maður sér grein fyrir því hvað maður er í raun heppinn að eiga þessar föstu stjörnur í lífinu og af tveim skærum stjörnum þá skein mamma skærast. Hún var leiðarljósið mitt, drottningin, hetjan mín og mín besta fyrirmynd. Alltaf gat ég komið til mömmu og leitað ráða, ef hún var ekki alveg sammála þá sagði hún það aldrei beinum orðum heldur reyndi að vísa mér leiðina og benda á að kannski mætti gera hlutina öðruvísi.

Continue reading Drottningin mín – mamma

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Atvinnumálin í öndvegi

Atvinnumálin í öndvegi Bæjaryfirvöld í Kópavogi þurfa nú þegar, að mati Ingibjargar Hinriksdóttur, að koma upp miðstöð fyrir atvinnulausa. “ATVINNULEYSI er minnst í Kópavogi af stóru sveitarfélögunum,” sagði Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, á opnum framboðsfundi í Þinghólsskóla 16. maí sl. Með þessum orðum er hann sennilega að vísa til þess að mikið hafi verið gert í atvinnumálum í Kópavogi á síðasta kjörtímabili. En er það svo?

Continue reading Atvinnumálin í öndvegi

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

“Svefnbærinn” Kópavogur

“Svefnbærinn” Kópavogur?

Við Kópavogsbúar höfum löngum mátt sætta okkur við það að bærinn okkar hefur verið kallaður “svefnbær”, og að íbúar hans sækja flesta sína þjónustu og starfsemi út fyrir bæinn. Þannig hafa þeir talað sem ekki þekkja, en við sem hér búum vitum að Kópavogur er bær sem er fullur af lífi. Meðal þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum við það að móta þennan bæ er Rannveig Guðmundsdóttir, félagsmálaráðherra.

Continue reading “Svefnbærinn” Kópavogur

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu