Category: íþróttir

20 ár frá afreki Völu Flosadóttur

Mér finnst tæpt að trúa því að það séu 20 ár liðin frá því að ég sat á kjaftfullum Ólympíuleikvanginum í Sydney á ljúfum vordegi, 25. september árið 2000. Ástralir voru nærri gengnir af göflunum þegar Cathy Freeman vann 400 metra hlaupið í græna geimveru búningnum sínum. Þetta ár lögðum við Brynja Guðjónsdóttir heimsálfur undir …

Atli Heiðar Þórsson – Minning

Farðu í friði góði vinur þér fylgir hugsun góð og hlý. Sama hvað á okkur dynur aftur hittumst við á ný. (Magnús Eiríksson)  Atli Þórsson var vinur minn. Hann var vandaður maður og fór ekki í manngreinarálit. Hann var ekki maður margra orða þó hann hafi sannarlega haft skarpar og skýrar skoðanir á hlutunum og …

#MeToo íþróttakvenna

Hér að neðan má lesa nafnlausar reynslusögur íþróttakvenna: 1) Eftir að mér var nauðgað af þjálfaranum mínum grenntist ég töluvert og átti mjög erfitt með það að borða og sofa.Ég segi síðan tveimur þjálfurunum í landsliðsteyminu frá því að mér hafi verið nauðgað svo þeir vissu hvað ég væri að ganga í gegnum.  Nokkrum dögum …

Spá Dollýjar fyrir árið 2017 komin á vefinn

Dulfríður Jósefína hefur talað Það verður mynduð ríkisstjórn strax í fyrstu viku ársins, ef hún verður þá ekki bara mynduð núna strax á næstu dögum. Hún verður skipuð þingmönnum frá Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Bjartri framtíð og mun Framsóknarflokkurinn standa með þessari ríkisstjórn ef á þarf að halda. Þeir Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi munu bindast …

Var Valdi galdramaður?

Valdi gamli vallarvörður var í hugum margra okkar krakkanna sem stunduðum það að hanga á Vallargerðisvelli galdramaður. Hann kunni allt og gat allt, og hann var strangur – en samt bara mátulega. Við reyndum auðvitað, eins og krakka er von, að ganga aðeins lengra en hann leyfði, en mörkin voru skýr í hans huga og …

Stelpum bannað að spila í takkaskóm á grasi

„Stelpum var bannað að spila á takkaskóm á grasi.“ – Kópavogsblaðið Ingibjörg Hinriksdóttir er ein þeirra sem hvað ákafast hafa rutt brautina fyrir knattspyrnu kvenna hjá Breiðabliki. Kópavogur er vagga knattspyrnu kvenna á landinu og Ingibjörg Hinriksdóttir er ein þeirra sem hvað ákafast hafa rutt brautina hjá Breiðabliki. Sjálf vill hún þó gera sem minnst …

Ólafur E. Rafnsson – In Memoriam

Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ, var borinn til grafar í dag. Við Óli þekktumst ekki mikið en hann var maðurinn hennar Gerðar, vinkonu minnar og skólasystur. Óli hafði einstaka nærveru og þá sjaldan við hittumst var alltaf eins og við þekktumst vel og værum bestu vinir. Óli var líka mannvinur af bestu gerð og það …

Það kemur leikur eftir þennan leik

Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með þeim viðbrögðum sem verið hafa við ágætum pistli Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu. Í pistlinum fer Kolbrún fáeinum orðum um viðbrögð vinnufélaga sinna við þeim tíðindum að knattspyrnustjóri Manchester United ætli sjálfviljugur að taka pokann sinn og leggja skóna á hina margfrægu hillu. Sjálf er ég mikil áhugakona um …