Month: November 2013

Hrökkbrauð

25 gr. ger 50 ml. öl 25 gr. hunang 200 gr. súrmjólk 150 gr. rúgmjöl 125 gr. hveitiklíð 15 gr. salt 300 gr. hveiti Hniðað í 10 mínútur og látið standa í kæli í 5 klst. Flatt í pastavél. Steikt á pönnu og bakað við 180°C í ca. 6 mínútur.  

Spírað morgunkorn

Undanfarið hef ég ekki getað dásamað nóg námskeiðin hjá sprotafyrirtækinu Fyrirmig (http://fyrirmig.com). Þar hef ég lært ýmislegt um hollustu og þá aðallega hráfæði sem byggir m.a. á því að neyta þess sem kallað er „ofurfæða“ í mun meira mæli en ég hef gert áður. Eitt af því sem kallað hefur verið ofurfæða eru allskonar spíruð …

Hrákexið mitt úr græna hratinu

Ég er æ oftar farin að búa mér til grænan hollustudrykk sem ég tek með mér í vinnuna á morgnana og sötra yfir daginn. Á einu af dásemdarnámskeiðunum sem ég fór á hjá www.fyrirmig.com sýndi Jóna Rut okkur hvernig ætti að búa til hrákex úr hrati. Við fengum ekki uppskrift en grunnurinn var hratið úr …