Hálf indverskur fiskréttur

Mig langaði í fisk í dag, miðvikudag. Reyndar svo að mig langaði í fisk strax, þó klukkan væri bara ríflega 17 og ísskápshurðin var rifin uppá gátt. Þar átti ég lauk, hvítlauk, og tómata … já og fisk að sjálfsögðu. Þegar ég sá þessi innihaldsefni rifjaðist upp fyrir mér leiðbeining sem ég fékk um daginn frá vertinum á Bombay Baazar í Hamraborg um daginn. Úr varð þessi hálf indverski fiskréttur.

Innihald:

  • laukur
  • hvítlaukur
  • engifer
  • tómatar
  • gulrót
  • þorskur
  • salt
  • pipar
  • túrmerik
  • paprika
  • olía til steikingar

Ég byrjaði á því að saxa laukinn mjög smátt, raspaði niður bút af engifer og maukaði tómata í matvinnsluvél. Þá hitaði ég olíuna vel, setti laukinn útí og síðan túrmerikið og paprikukryddið. Þessu leyfði ég að malla í smá stund en þá setti ég tómatblönduna útí pottinn og leyfði suðunni að koma upp.

Á meðan það sauð sneiddi ég gulrót niður í þunnar sneiðar og setti útí. Eftir ca 10 mínútur fór þorskurinn sem ég hafði brytjað niður í munnbita út í pottinn og stóð þar í ca. 5-7 mínútur. Þvínæst kryddaði ég með salti og pipar.

Þetta er frábært að bera fram með hrísgrjónum og góðu brauði.

Mjög gott

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu