Month: July 2013

Hálf indverskur fiskréttur

Mig langaði í fisk í dag, miðvikudag. Reyndar svo að mig langaði í fisk strax, þó klukkan væri bara ríflega 17 og ísskápshurðin var rifin uppá gátt. Þar átti ég lauk, hvítlauk, og tómata … já og fisk að sjálfsögðu. Þegar ég sá þessi innihaldsefni rifjaðist upp fyrir mér leiðbeining sem ég fékk um daginn …

Hani í víni – Coq au Vin

Í kvöld bauð ég nokkrum vinnufélögum í tilraunaeldhús Ingibjargar. Það er skemmst frá því að segja að það heppnaðist svona líka glimrandi vel. Maturinn bragðaðist ljómandi vel og héðan fóru gestirnir þokkalega saddir og sælir. Í forrétt bauð ég Blaðlauks-þjöppu með serranóskinku og valhnetu sósu og í aðalrrétt var hani í víni, Coq au Vin. …

Ólafur E. Rafnsson – In Memoriam

Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ, var borinn til grafar í dag. Við Óli þekktumst ekki mikið en hann var maðurinn hennar Gerðar, vinkonu minnar og skólasystur. Óli hafði einstaka nærveru og þá sjaldan við hittumst var alltaf eins og við þekktumst vel og værum bestu vinir. Óli var líka mannvinur af bestu gerð og það …

Dýrindis grænmetis-/fiskisúpa

Ég var staðráðin í að gera fiskisúpu í kvöld. En eins og svo oft áður þá datt mér ekki í hug að fylgja uppskrift heldur byggði ég á fyrri reynslu minni í fiskisúpugerð og ber þar hæst að nefna uppskrift Rúnars Marvinssonar. Þá súpu fékk ég fyrst í vinnunni og ég verð bara að segja …