Month: June 2013

Fiskiostasúpa

Eftir heldur erfiðan dag skellti mín í eitt tilraunaeldhús. Að þessu sinni átti ég fisk, ýsu, og mig langaði að gera eitthvað allt öðruvísi. Það varð líka raunin og heppnaðist svona líka ægilega vel. Já Fiski Osta Súpa … skrítið en gott. Innihald laukur sellerí hvítlaukur gulrætur kartöflur brokkólí rauð paprika tómatar ólífuolía hvítlauksostur (steyptur) …

Ljómandi gott andasalat – andabringusalat

Um daginn fékk ég eðalgóða gesti í mat. Hingað mættu þrír vinnufélagar mínir og eiginkona eins þeirra. Tilefnið var að ég hef ákveðið að bjóða öllum mínum vinnufélögum í tilraunaeldhús til mín á árinu 2013 og var þetta fjórði hópurinn sem mætir. Að þessu sinni var önd meginþemað í kvöldverðinum. Fyrst fengu þau Pekingönd sem …

Kjúklingasúpa að hætti Dollýar

Dollý dró fram dressið í kvöld og eldaði kjúlingasúpu. Ég veit að þú vilt fá uppskriftina og hún er til. Innihald: kjúklingabringa skorin í frekar litla bita 1,0-1,5 ltr vatn í pott 1 væn gulrót sneidd brokkólí eins og þér finnst passa 1 hvítlauksgeiri smátt skorinn 1 kjúklingateningur frá knorr sesamolía sojasósa Vatnið sett í …

Grænmetisréttur sem er ekkert grín

Vá maður hvað ég eldaði góðan mat í kvöld. Fyrir viku síðan sagði Rut Steinsen, vinnufélagi minn og handboltasnillingur, mér frá geggjuðum grænmetisrétti sem hún hafði eldað. Í hann notaði hún eggaldin, kúrbít, tómata, hvítlauk, papriku, sveppi og lauk. Ég gat að sjálfsögðu ekki farið eftir þessu og gerði eftirfarandi: eggaldin brokkolí gulrót rauð paprika …

Grillað lambafillet með dásemdar salati

Í gærkvöldi hitti ég vinkonur mínar Ástu B. og Dísu í Hárný. Tilgangur hittingsins var að horfa á landsleikinn hjá strákunum en svo gleymdum við okkur við mat og drykk. Ég tók svo fína mynd af matnum á símann minn að ég varð að skrifa niður “uppskriftina” en samt er þetta eiginlega ekki alveg uppskrift. …

Hollustusúpa Ingibjargar

Það er nauðsynlegt að elda hollt öðru hvoru og í kvöld var skellt í úrvals holla og hreint fáránlega góða súpu. Eins og venjulega var ekkert mælt, bara slumpað í og svo skafið dálítið úr ísskápnum. Upprunalega hugmyndin var að búa til grænmetissúpu með kjúklingabaunum en þegar á hólminn var kominn fengu baunirnar frí en …