Hollustu morgundrykkurinn

Um daginn lagaði ég þennan líka dýrindis hollustu morgundrykk. Tilefnið var að Þórhallur Matthíasson, fyrrverandi nemandi og gildur limur í félagsmiðstöðinni Ekkó, montaði sig af hollustudrykk sem hann var að sjóða saman og ég gat ekki verið minni manneskja.

Í drykkinn minn fór:

  • 1 sítróna
  • 2 lime
  • 1 appelsína
  • 1 epli
  • 3 cm engifer
  • 1 sellerístöngull
  • 1 kanilstöng
  • 2 tsk. túrmerik
  • 2 ltr. vatn
  • 1/2 tsk. basilsalt – gróft

Ég sneiddi ávextina, engiferið og selleríið niður og setti í pott með vatninu og kryddinu og sauð í ca. 8-10 mínútur. Lét síðan standa í pottinum í góða stund áður en ég pressaði ávextina með kartöflustappara til að ná úr þeim safanum. Þá sigtaði ég vökvann í skál og hellti í flöskur. Þetta kældi ég svo niður og geymdi í ísskáp til morguns.

Mér finnst þetta ákaflega góður drykkur en það er alveg óhætt að auka aðeins við engiferið, það ætla ég a.m.k. að gera næst þegar ég sýð þennan dýrindisdrykk.

hollustudrykkur
Hollustudrykkurinn í flöskunum

 

 

Hollustudrykkur í potti
Hollustudrykkurinn í pottinum
Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu