Naan brauð sem enginn gleymir

höfundur: Ragnheiður Snorradóttir
200 ml mjólk
2 msk  sykur
1 poki  þurrger 11 gr.
600 gr  hveiti
1 tsk  salt
2 tsk  lyftiduft
4 msk  ólífuolía
1 dós  hreint jógúrt
1 egg

Setjið ger og sykur saman í skál og hellið volgri mjólk yfir. Látið standa í 15. mínútur. Blandið síðan hveiti, salti, lyftidufti, olíu eggi og jógúrti saman við germjólkina. Hnoðið deigið og látið það hefast í 1/2 – 1 klst.

1 msk  Maldon salt
1 msk  Garm masala krydd

Blandið kryddinu og saltinu saman á diski.
Skiptið deiginu upp í 10 – 12 kúlur eftir því hvað þið viljið hafa brauðin stór og fletjið þær út og þrýstið þeim ofan í kryddblönduna. Raðið brauðunum á bökunarplötuna og bakið þau á 275 °C í 5-7 mín.

25 gr  smjör eða smjörvi
2 stk  hvítlauskrif

Bræðið smjörið og saxaðan eða kraminn hvítlaukinn og dreypið því yfir brauðin meðan þau eru heit eða berið fram með.

Hálf uppskrift

100 ml  mjólk
1 msk  sykur
½ poki  þurrger 11 gr

300 gr  hveiti
½ tsk  salt
1 tsk  lyftiduft
2 msk  ólífuolía
½ dós  hreint  jógúrt
1 egg

½ msk  Maldon salt
½ msk  Garm masala krydd

25 gr smjör eða smjörvi
2 stk hvítlauksrif
Sjá leiðbeiningar að ofan

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu